Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. mars 2015 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: Meistaradeildarbaráttan er hörð
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger var ánægður með sína menn eftir 2-1 sigur gegn QPR á Loftus Road í gærkvöldi.

Wenger talaði um að Arsenal hefði getað skorað nokkur mörk til viðbótar við þessi tvö og sagðist spenntur fyrir meistaradeildarbaráttunni, þar sem fimm lið eru að berjast um tvö sæti.

,,Við skoruðum tvö en hefðum getað skorað þrjú eða fjögur. QPR lagði allt í sölurnar og við þurftum að sýna mikla þolinmæði," sagði Wenger eftir sigurinn.

,,Við vorum einir á vellinum í seinni hálfleik. Við sköpuðum góð færi og sýndum öflugan sóknarleik. Baráttan um meistaradeildarsæti er hörð og jöfn, öll liðin unnu í kvöld. Nú eigum við tíu leiki eftir, sex á heimavelli og fjóra úti."

Charlie Austin gerði eina mark QPR í leiknum og hrósaði Wenger sóknarmanni QPR í hástert.

,,Það er stressandi að vera 2-1 yfir, sérstaklega þegar maður spilar gegn Charlie Austin sem getur skorað mark hvaðan sem er af vellinum. Hann hlýtur að vera einn skotfastasti leikmaður deildarinnar!"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner