Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 05. mars 2018 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Freyr: Verð að hrósa Selmu Sól
Selma Sól Magnúsdóttir átti góðan leik gegn Hollandi.
Selma Sól Magnúsdóttir átti góðan leik gegn Hollandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson er stoltur af Stelpunum okkar eftir markalaust jafntefli gegn Evrópumeisturum Hollands á æfingamótinu í Algarve.

Ísland gerði jafntefli við Dani, sem fengu silfrið á EM, í fyrstu umferð og tapaði svo fyrir Japan eftir að hafa skipt tíu leikmönnum úr byrjunarliðinu á milli leikja.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna, þetta var mikil varnarvinna," sagði Freyr eftir leikinn.

„Færslurnar sem við erum búin að vera að vinna í komu vel fram í dag og leikmenn eru búnir að vera að bæta sig hratt.

„Sóknarleikurinn batnaði líka, við fengum fín upphlaup í dag og tvö dauðafæri. Þær eru með frábæran markmann sem varði vel."


Freyr er ánægður með að hafa náð að loka á öfluga sóknarmenn Hollands í leiknum.

„Þær náðu ekki að skapa sér mikið vegna þess að liðið spilaði góðan varnarleik. Við náðum að taka kantmennina þeirra út úr leiknum.

„Það verður að hrósa Selmu Sól sem var að spila á móti leikmanni sem var valinn besti leikmaður heims fyrir stuttu síðan. Selma var að spila sinn þriðja landsleik eða fjórða og hún gerði gríðarlega vel. Hún hefði ekki getað gert það svona vel nema með svona góða liðsfélaga í kringum sig."


Freyr verður ekki með liðinu í síðasta leik æfingamótsins og grínaðist með að leikmenn verði ánægðir með að vera lausir við hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner