Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. mars 2018 14:50
Magnús Már Einarsson
Anfield
Klopp elskar Ísland - Vill sjá landsliðið vinna HM
Icelandair
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vonast til að Ísland verði heimsmeistari í sumar ef landar hans frá Þýskalandi eða Englendingar vinna ekki mótið.

Fótbolti.net spurði Klopp út í möguleika Íslands á HM á fréttamannafundi á Anfield í dag.

„Hvað búa margir á Íslandi? 300 þúsund?" spurði Klopp og fékk svör frá undirrituðum að íbúar Íslands séu í kringum 340 þúsund.

„Ég trúi því ekki. Það er eins og rætur fótboltans og rætur alls í lífinu séu þarna. Þú þarft greinilega ekki mikið af fólki heldur bara rétta fólkið til að gera stóra hluti."

„Ísland hefur gert ótrúlega hluti í fótboltanum. Ekki bara í fótbolta heldur líka í handbolta og öðrum íþróttum."

„Það mætti halda að landið væri fullt af íþróttafólki en þarna eru líka læknar, kennarar og allt annað. Ég skil ekki hvernig það eru bara 330-340 þúsund íbúar þarna. Þeir hljóta að vera læknar, kennarar og atvinnumenn í fótbolta á sama tíma."

„Ef Þýskaland getur ekki unnið HM og England getur ekki unnið þá vona ég að Ísland vinni. Það yrði stórkostlegasta afrek íþróttasögunnar. Ég kann vel við hugarfarið hjá öllu fólkinu í þínu frábæra landi. Til hamingju með að vera Íslendingur,"
sagði Klopp að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner