Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 05. maí 2015 13:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 1. deild: 5. sæti
Þróttarar áttu gott tímabil í fyrra.
Þróttarar áttu gott tímabil í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Trausti Sigurbjörnsson markvörður og Konni stuðningsmaður Þróttar númer eitt.
Trausti Sigurbjörnsson markvörður og Konni stuðningsmaður Þróttar númer eitt.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Ragnar Pétursson er öflugur miðjumaður.
Ragnar Pétursson er öflugur miðjumaður.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Þróttur 157 stig
6. Þór 151 stig
7. Fram 138 stig
8. Selfoss 106 stig
9. Haukar 82 stig
10. Fjarðabyggð 78 stig
11. BÍ/Bolungarvík 45 stig
12. Grótta 41 stig

3. Þróttur
Lokastaða í fyrra: 3. sæti í 1. deild

Þróttarar voru í efri hluta 1. deildarinnar allt síðasta tímabil eftir fallbaráttu sumarið 2013. Gregg Ryder náði að mynd flott lið í Laugardalnum í fyrra og þriðja sætið varð niðurstaðan í 1. deildinni. Þróttarar stefna hærra í ár en þeir hafa fært heimaleiki sína af Valbjarnarvelli yfir á gervigrasið sitt í Laugardal.

Þjálfarinn: Hinn 26 ára gamli Gregg Ryder gerði magnaða hluti með Þrótt í fyrra á fyrsta ári sínu sem aðalþjálfari í meistaraflokki. Gregg, sem er frá Newcastle, hafði áður þjálfað í Vestmannaeyjum þar sem hann stýrði yngri flokkum og var í þjálfarateymi meistaraflokks.

Styrkleikar: Þróttarar eru með sama kjarna í liðinu og í fyrra og leikmenn eru reynslunni ríkari eftir baráttuna í efri hlutanum á síðasta tímabili. Varnarleikurinn var þéttur á síðasta tímabili og það getur verið erfitt að brjóta Þróttara niður. Sóknarleikurinn ætti að verað öflugri en í fyrra með tilkomu Viktors Jónssonar og Dion Acofff en að auki eru Þróttarar í leit að einum sóknarmanni til viðbótar fyrir sumarið.

Veikleikar: Liðinu vantar fleiri afgerandi menn sem geta gert gæfumuninn í jöfnum leikjum. Heimavöllurinn gaf ekki nógu mikið af stigum í fyrra en spurning er hvort að það myndist betri stemning á gervigrasinu heldur en á Valbjarnarvelli. Árangur Þróttar á undirbúningstímabilinu var ekkert sérstakur og liðið þarf að sýna betri frammistöðu í sumar ef toppbarátta á að vera niðurstaðan.

Lykilmenn: Dion Acoff, Ragnar Pétursson, Trausti Sigurbjörnsson.

Gaman að fylgjast með: Viktor Jónsson er kominn til Þróttar á láni frá Víkingi. Ungur framherji sem gæti látið mikið að sér kveða í 1. deildinni. Hefur verið óheppinn með meiðsli undanfarin ár en gæti valdið miklum usla í vörnum andstæðinganna ef hann verður heill heilsu.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Davíð Þór Ásbjörnsson frá Fylki
Dion Acoff frá Bandaríkjunum
Elías Fannar Stefnisson frá KFS
Grétar Atli Grétarsson byrjaður aftur
Viktor Jónsson frá Víkingi R. (Á láni)

Farnir:
Björgólfur Takefusa (Var á láni)
Ingólfur Sigurðsson í Víking Ó.

Fyrstu leikir Þróttar:
9. maí Þróttur - Þór
16. maí Þróttur - BÍ/Bolungarvik
23. maí HK - Þróttur
Athugasemdir
banner
banner
banner