Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 05. maí 2015 19:53
Elvar Geir Magnússon
Coloccini skrifar opið bréf til stuðningsmanna
Coloccini, fyrirliði Newcastle.
Coloccini, fyrirliði Newcastle.
Mynd: Getty Images
Fabricio Coloccini, fyrirliði Newcastle United, hefur beðið stuðningsmenn afsökunar á afar lélegu gengi liðsins. Newcastle er í 15.sæti, aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti eftir að hafa tapað átta deildarleikjum í röð.

„Fyrir hönd leikmannahópsins vil ég biðjast afsökunar á því sem við erum að ganga í gegnum. Tíminn sem við höfum til að snúa þessu við er skammur en eftir tímabilið munum við læra af þessum mistökum svo við þurfum ekki að ganga aftur í gegnum þetta," skrifar Coloccini.

„Þetta er sárt fyrir okkur eins og ykkur. Þegar við förum út á völlinn reynum við að vinna og halda uppi heiðri félagsins, stuðningsmanna og borgarinnar."

„Leikmenn og starfsmenn hafa fundað til að skilja öll vandamál fortíðarinnar eftir til hliðar og einbeita sér að þeim þremur úrslitaleikjum sem við eigum eftir. Ég vil biðja stuðningsmenn um að segja skilið við allar deilur og allt sem aðskilur okkur sem elskum þetta félag."

„Ég bið ykkur um að koma á St James' Park á laugardaginn, skapa magnað andrúmsloft, styðja liðið betur en áður. Þegar allt kemur til alls er fótboltafélagið Newcastle United það sem mestu máli skiptir hér."

Fjölmargir stuðningsmenn Newcastle vilja fá John Carver knattspyrnustjóra burt en forráðamenn félagsins hafa staðfest að hann verði áfram út tímabilið.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner