Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 05. maí 2015 19:15
Magnús Már Einarsson
Heimild: Blikar.is 
Elfar Freyr gerir nýjan samning við Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn sterki Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik en þetat kemur fram á Blikar.is.

Elfar Freyr sem verður 26 ára á þessu ári hefur leikið 136 leiki með meistaraflokki Breiðabliks og skorað í þeim 7 mörk. Hann lék um tíma erlendis með AEK í Grikklandi og Stabæk í Noregi. Elfar Freyr á þar að auki að baki 6 leiki með U-21 árs liði Ísland og einn A-landsleik.

„Það þarf vart að taka fram hve þessi áfangi er mikilvægur fyrir Blikaliðið. Elfar Freyr er geysilega vinnusamur og sterkur miðvörður sem gefur alltaf 110% í alla leiki," segir á Blikar.is.

„Blikar.is fagnar þessum tíðindum og vonar að þetta verði upphafið að nýjum bikarkafla í sögu Blikaliðsins enda var Elfar Freyr lykilmaður í Bikarmeistaraliði Blika árið 2009 og Íslandsmeistaraliðinu 2010."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner