Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 05. maí 2015 13:30
Magnús Már Einarsson
Gregg Ryder: Fólk telur að við höfum spilað yfir getu í fyrra
Gregg Ryder.
Gregg Ryder.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það að okkur sé spáð 5. sæti þýðir augljóslega að fólk telur að við höfum spilað yfir getu í fyrra. Skilaboðin eru skýr og þau eru að fólk telur að við verðum ekki jafn góðir og á síðasta tímabili. Kannski er það rétt hjá þeim en það er undir okkur komið að afsanna það," segir Gregg Ryder þjálfari Þróttar en liðinu er spáð 5. sæti í 1. deildinni í sumar.

Þróttarar enduðu í 3. sæti í 1. deildinni í fyrra en stefnan er sett á að fara upp í Pepsi-deildina í ár.

„Markmið okkar er að gera betur en í fyrra. Vinna fleiri leiki, skora fleiri mörk og fá færri á okkur. Þetta er stórt markmið og ef við náum því þá væri það ennþá stærra afrek en á síðasta tímabili."

„Leikmenn vita hversu stórt verkefni þetta er. Að fara úr tíunda sæti (árið 2013) upp í þriðja var stórt skref en að fara úr þriðja upp í annað er risastórt."


Þróttarar hafa fengið Viktor Jónsson og Dion Acuff í sóknarlínu sína í sumar og Gregg er að vinna í að fá ennþá meiri liðsstyrk í sóknina. „Við munum að fá einn sóknarþenkjandi leikmann til viðbótar í hópinn," sagði Gregg sem býst við hörkukeppni í fyrstu deildinni í sumar.

„Ég hef verið mjög hrifinn af KA en sem betur fer höfum við smá forskot á þá andlega eftir að hafa unnið þá tvisvar í fyrra," sagði Gregg brosandi.

„Allir geta verið í baráttunni og það eru mörg góð lið í deildinni. HK og Grindavík hafa átt mjög góð undirbúningstímabil og þú getur aldrei afskrifað liðin sem komu niður, Þór og Fram."
Athugasemdir
banner
banner
banner