Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 05. maí 2015 09:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 5. sæti
Höttur vann 3. deildina í fyrra.
Höttur vann 3. deildina í fyrra.
Mynd: Twitter
Varnarjaxlinn Óttar Steinn Magnússon er kominn aftur í Hött eftir dvöl hjá Víkingi.
Varnarjaxlinn Óttar Steinn Magnússon er kominn aftur í Hött eftir dvöl hjá Víkingi.
Mynd: Björn Ingvarsson
Högni Helgason er sem fyrr í lykilhlutverki hjá Hetti.
Högni Helgason er sem fyrr í lykilhlutverki hjá Hetti.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Höttur 146 stig
6. Njarðvík 143 stig
7. Sindri 137 stig
8. Tindastóll 107 stig
9. Ægir 101 stig
10. Huginn 99 stig
11. Dalvík/Reynir 48 stig
12. KF 45 stig

5. Höttur
Lokastaða í fyrra: 1. sæti í 3. deild

Fallið var hátt hjá Hetti eftir að liðið komst upp í 1. deildina árið 2011. Liðið féll úr 1. deild árið 2012 og ári síðar var fall úr 2. deild staðreynd. Menn á Egilsstöðum náðu að snúa blaðinu við í fyrra og endurheimta sætið í 2. deild. Höttur vann 3. deildina í fyrra og spilar í 2. deildinni á nýjan leik í sumar.

Þjálfarinn: Gunnlaugur Guðjónsson tók við Hetti um mitt sumar í fyrra eftir að Gjoko Ilijovski sagði upp störfum af persónulegum ástæðum. Gunnlaugur þjálfaði Hött frá 2005 til 2006 og fór með liðið upp í 2.deild á sínum tíma. Hann tók sér þá frí frá þjálfun meistaraflokks eftir árið 2006 og var meðal annars þjálfari í yngri flokkum sem og í stjórn Hattar.

Styrkleikar: Eru með stóra og stæðilega leikmenn sem geta valdið usla í föstum leikatriðum. Margir öflugir leikmenn hafa komið til Hattar í vetur og er þar bæði um að ræða gamalgróna heimamenn sem og aðra sem styrkja liðið mikið. Heimastrákarnir í liðinu hafa marga fjörua sopið undanfarin ár og hafa mikla reynslu eftir að hafa bæði farið upp um deildir sem og fallið niður.

Veikleikar: Markaskorun gæti orðið vandamál hjá Hetti en liðinu vantar afgerandi markaskorara. Árangurinn í Lengjubikarnum var ekkert til að hrópa húrra fyrir og það gæti tekið einhverntíma að slípa saman liðið eftir talsverðar breytingar í vetur. Eftir jó-jó gengi síðustu ár verður stöðugleikinn að vera betri hjá Hetti í sumar ef fallbarátta á ekki að vera niðurstaðan.

Lykilmenn: Garðar Már Grétarsson, Högni Helgason, Óttar Steinn Magnússon,

Komnir:
Benedikt Jónsson frá Huginn
Halldór Fannar Júlíusson frá Völsungi
Ísleifur Guðmundsson frá Noregi
Jordan Farahani frá Kanada
Jovan Kujundzic frá Víkingi R. á láni
Kristófer Einarsson frá Einherja
Óttar Steinn Magnússon frá Víkingi R.
Sigurður Hrannar Björnsson frá Víkingi R. á láni
Steinar Aron Magnússon frá FH

Farnir:
Aron Gauti Magnússon í Fjarðabyggð (Var á láni)

Fyrstu leikir hjá Hetti
9. maí Höttur - Njarðvík
15. maí Huginn - Höttur
23. maí Höttur - KV
Athugasemdir
banner
banner