Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 05. maí 2015 21:40
Daníel Freyr Jónsson
Keane hjólar í Bale: Real var manni færri í kvöld
Það gekk lítið upp hjá Bale.
Það gekk lítið upp hjá Bale.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og sparkspekingur á ITV sjónvarpsstöðinni, gagnrýndi Walesverjann Gareth Bale harðlega eftir leik Real Madrid og Juventus í kvöld.

Bale snéri aftur í byrjunarlið Real í leiknum eftir að hafa verið fjarri góðu gamni í þrjár vikur vegna meiðsla.

Keane var síður en svo ánægður með daufa frammistöðu Bale og gekk svo langt að segja að Real hefði verið manni færri allan leikinn.

Það var erfitt fyrir Real að spila manni færri. Gareth Bale skilaði nákvæmlega engu fyrir þá," sagði þessi umdeildi Íri.

Það var skortur á sjálfstrausti, hann tók alltaf auðveldu ákvarðanirnar. Samherjar hans voru ekki ánægðir með hann. Hann fór alltaf auðveldu leiðina."

Paul Scholes tók í sama streng og Keane.

Hann var ekki góður í kvöld. Hann þarf að gera mun betur, hann var ekki nógu góður."

Juventus vann leikinn 2-1.
Athugasemdir
banner