Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. maí 2015 12:34
Arnar Daði Arnarsson
Meiðslamálin
Meiðsli Gunnars Þór og Þórarins Inga ekki alvarleg
Gunnar Þór var ekki með KR í gærkvöldi.
Gunnar Þór var ekki með KR í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Þór Gunnarsson, leikmaður KR og Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður FH voru ekki í leikmannahóp liðanna þegar þau mættust í gærkvöldi í stórleik Pepsi-deildarinnar. FH-ingar höfðu betur 3-1.

Báðir eru þeir að glíma við smávægileg meiðsli.

„Þetta var kannski meira fyrirbyggjandi heldur en hitt að hann spilaði ekki í gær. Það er langt tímabil eftir og við vildum ekki fórna honum og auka á meiðslin hans," sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari KR eftir leikinn aðspurður út í Gunnar Þór.

Grétar Sigfinnur lék í vinstri bakverði KR í gær, í stað Gunnars.

„Hann hefur ekki verið að leysa þetta mikið. Ég var mjög ánægður með hann. Hægri kantmaðurinn hjá FH fór af velli. Grétar lokaði á það sem þurfti að loka og það voru engin vandræði í kringum hann."

Þórarinn Ingi hefur síðustu vikur verið að glíma við meiðsli í kviðnum.

„Ég er búinn að vera tæpur í kviðnum og hef ekki náð að beita mér að fullum krafti, ég er hinsvegar að verða betri og betri með hverjum deginum,“ sagði Þórarinn við 433.is í dag.

FH mætir Keflavík á sunnudaginn en KR mætir Breiðablik á mánudaginn.
Athugasemdir
banner