Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. maí 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Meistararnir heimsækja Juventus
Real Madrid vann Meistaradeildina í fyrra.
Real Madrid vann Meistaradeildina í fyrra.
Mynd: Getty Images
Fyrsti undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar er í kvöld þar sem ríkjandi meistarar Real Madrid heimsækja Ítalíumeistara Juventus.

Juventus er búið að slá Borussia Dortmund og Monaco úr leik í útsláttarkeppninni í ár á meðan Real er búið að leggja Schalke og Atletico Madrid af velli.

Mikil eftirvænting er fyrir leik kvöldsins en ljóst er að spænska stórveldið telst sigurstranglegra enda með gífurlega sterka leikmenn innanborðs.

Þó má ekki vanmeta Juve sem er með leikmenn á borð við Gianluigi Buffon, Giorgio Chiellini, Andrea Pirlo og Carlos Tevez í sterkum leikmannahóp sínum.

Heimamenn verða án Paul Pogba, Martin Caceres og Kwadwo Asamoah en gestirnir þurfa að skilja Karim Benzema og Luka Modric eftir heima vegna meiðsla.

Leikur kvöldsins:
18:45 Juventus - Real Madrid (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner