Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. maí 2015 11:21
Elvar Geir Magnússon
Ríkasti maður Afríku vill eignast Arsenal
Aliko Dangote er 58 ára.
Aliko Dangote er 58 ára.
Mynd: Getty Images
Ríkasti maður Afríku, Aliko Dangote, segist enn vilja kaupa Arsenal en hann gerði misheppnaða tilraun til þess 2010.

Nígeríski auðkýfingurinn er ástríðufullur stuðningsmaður Arsenal en hann er mun ríkari í dag en þegar hann gerði tilboð fyrir fimm árum.

Dangote segist tilbúinn að kaupa félagið fyrir upphæð sem núverandi eigendur geta ekki hafnað þó hann ætli ekki að kaupa á neina fáránlega upphæð.

Meirihlutaeigendur Arsenal í dag eru Stan Kroenke og Alisher Usmanov sem hafa verið í valdabaráttu undanfarin ár.

Dangote segir að tilboðið sé ekki væntanlegt strax, hann er með fullt af fjárfestingum í gangi sem hann vilji að nái ákveðnum hæðum áður en hann reynir við Arsenal. Kroenke sem á stærstan hluta í félaginu ku ekki hafa áhuga á að selja.
Athugasemdir
banner
banner