þri 05. maí 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tevez: Bjóst ekki við að komast í undanúrslit
Tevez hefur verið einn af bestu mönnum Juve á tímabilinu.
Tevez hefur verið einn af bestu mönnum Juve á tímabilinu.
Mynd: EPA
Carlos Tevez er bjartsýnn fyrir viðureign Juventus gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Juventus hefur ekki komist í undanúrslit síðan 2003, en þá lagði liðið Real Madrid af velli og endaði á að tapa fyrir Milan í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum.

„Ég bjóst ekki við að komast í undanúrslit. Ég bjóst við því að vinna deildina og við ætluðum okkur að fara sem lengst í Meistaradeildinni," sagði Tevez á fréttamannafundi.

„Þjálfarinn og stjórn félagsins hafa sýnt að þeim er alvara og við viljum allir vinna Meistaradeildina saman. Þetta verður mjög erfiður undanúrslitaleikur og ég held að bæði lið eigi jafn mikla möguleika á að vinna.

„Það verður mjög hart barist í leikjunum tveimur og þeir verða mjög opnir. Liðið sem gerir færri mistök endar uppi sem sigurvegari."

Athugasemdir
banner
banner
banner