Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. maí 2015 10:30
Magnús Már Einarsson
Úrvalslið vikunnar í enska - Arsenal, Chelsea og City með 2
Hazard er í liðinu í enn eitt skiptið á tímabilinu.
Hazard er í liðinu í enn eitt skiptið á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Chelsea varð enskur meistari um helgina og á tvo aðila í úrvalsliði helgarinnar á Englandi hjá Goal.com.

Arsenal er með tvo menn inni eftir sigurinn á Hull í gær og Manchester City er líka með tvo menn inni eftir sigurinn á Tottenham. WBA á síðan tvo menn í liðinu eftir útisigurinn á Manchester United.


Boaz Myhill varði vítaspyrnu Robin van Persie og stóð vaktina vel í marki WBA gegn Manchester United. Liðsfélagi hans Jonas Olsson var einnig öflugur í vörn WBA.

Carl Jenkinson stóð sig vel í sigri West Ham á Burnley og John Terry hjálpaði Chelsea að leggja Crystal Palace 1-0 og tryggja titilinn.

David Silva átti frábæra stoðsendingu á Sergio Aguero í sigri Manchester City á Tottenham. Aaron Ramsey skoraði eitt og lagði upp annað í sigri Arsenal á Hull í gærkvöldi á meðan Alexis Sanchez skoraði tvö mörk. Jordi Gomez var góður á miðjunni og svellkaldur á vítapunktinum í sigri Sunderland á Southampton.

Eden Hazard skoraði sigurmark Chelsea gegn Crystal Palace og Sergio Aguero geri það sama þegar Manchester City sigraði Tottenham. Christian Benteke skoraði tvívegis í mikilvægum sigri Aston Villa á Everton.

Fyrri úrvalslið í enska boltanum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner