Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 05. maí 2016 17:15
Magnús Már Einarsson
Edda Garðars: Verður jafnasta mótið hingað til
Edda Garðarsdóttir.
Edda Garðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net spáir KR níunda og næstneðsta sæti í Pepsi-deild kvenna í sumar. Edda Garðarsdóttir, þjálfari liðsins, segir þetta ekki koma á óvart.

„Spáin kemur ekki á óvart, enda eru þeir sem spá væntanlega að kíkja á úrslit undirbúningsmótanna," sagði Edda sem vill lítið gefa upp um markmið sumarsins já KR. „Markmiðunum höldum við innan veggja KR heimilisins."

„Undirbúningstímabilið hefur verið ágætt, enda mikill tími gefist fyrir allskyns kúnstir með tuðru og án. Loksins er þó komið að Pepsi," sagði Edda en miklar breytingar hafa orðið á liði KR í vetur.

„Já, liðið er mjög mikið breytt frá því í fyrra. Við missum til dæmis öflugan reynslubolta í Sonju (Jóhannsdóttur) og fleiri leikmenn ákváðu að halda sínar eigin leiðir, því miður."

„Upp eru að stíga ungar og efnilegar stelpur sem eiga eftir að láta til sín taka í sumar með einum eða öðrum hætti. En við höfum líka bætt við okkur liðsstyrk, þar má helst nefna Önnu Birnu Þorvarðardóttur en hún er mikill happafengur."


Edda reiknar með hörkukeppni í Pepsi-deild kvenna í sumar. „Ég held að þetta verði jafnasta mót hingað til í Pepsi enda eru liðin mjög mikið breytt og útlendingum fjölgar líka kvennamegin," sagði Edda.
Athugasemdir
banner
banner