Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. maí 2016 20:30
Arnar Geir Halldórsson
Obertan og Marveaux farnir frá Newcastle
Obertan er farinn frá Newcastle
Obertan er farinn frá Newcastle
Mynd: Getty Images
Frönsku kantmennirnir Gabriel Obertan og Sylvain Marveaux hafa yfirgefið enska úrvalsdeildarliðið Newcastle United.

Samningar þeirra beggja við félagið áttu að renna út í sumar en þeir hafa komist að samkomulagi um starfslok og geta því hafið leit að nýju félagi nú þegar.

Hinn 27 ára gamli Obertan hefur komið við sögu í fimm deildarleikjum á þessu tímabili en alls hefur hann leikið 77 leiki fyrir Newcastle síðan hann kom til félagsins frá Man Utd árið 2011.

Marveaux hefur einnig verið í herbúðum Newcastle frá árinu 2011 og hefur alls leikið 57 leiki fyrir enska liðið en hann var lánaður til Guingamp í heimalandinu á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner