Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. maí 2016 13:15
Magnús Már Einarsson
Túfa: Ef þú stefnir hátt þá er alltaf pressa
Srdjan Tufegdzic.
Srdjan Tufegdzic.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta kemur ekki á óvart. KA er flottur klúbbur og við stefnum hátt eins og í fyrra. Við viljum að félagið nái loksins þeim draumi að komast upp í efstu deild eftir ellefu ár í 1. deildinni," sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari KA við Fótbolta.net en liðinu er spáð 1. sæti í Inkasso-deildinni í sumar.

KA stefndi upp í fyrra en náði ekki markmiði sínu að lokum. Sterkir leikmenn hafa bæst við hópinn í vetur en hefur Túfa áhyggjur af því að pressan verði of mikil á liðinu?

„Ef þú stefnir hátt þá er alltaf pressa. Það er alveg sama hvað þú gerir í lífinu, ef þú vilt gera það flott þá er alltaf pressa. Við erum klárir í þetta verkefni og og hlökkum til."

„Ég er mjög ánægður með hópinn. Veturinn hefur gengið mjög vel. Við stefndum á að fá leikmenn fyrr til að ég myndi fá tíma til að vinna með þeim. Við vorum að reyna að hafa ekki miklar breytingar en það tókst ekki alveg. Við misstum 7-8 leikmenn og það eru 5 nýir komnir inn. Við erum mjög ánægðir með hvernig menn hafa verið að æfa og þetta lítur vel út."


Varnarmaðurinn öflugi Guðmann Þórisson kom óvænt til KA á láni frá FH um síðustu helgi.

„Þetta kom óvænt upp og við gerðum þetta fagmannlega. Hann kemur sterkur inn með sín reynslu og karakter. Hann er einn af þessum tuttugu manna hóp sem ætlar að reyna að ná þessu markmiði," sagði Túfa sem reiknar með hörkukeppni í sumar.

„Það var kynningarkvöld hér um daginn og þar reyndi ég að útskýra fyrir mönnum að 1. deildin er lúmsk. Það eru mörg jöfn lið þar. Að sjálfsögðu eru allir að tala um KA, Keflavik, Leikni, Grindavík og Þór."

„Deildin er þannig að allir leikir eru erfiðir og það hefur sýnt sig í mörg ár. Ég tel að deildin verði sterkari en í fyrra. Þetta verður jöfn og skemmtileg deild og bilið á milli úrvals og 1. deildar minnkar með hverju ári að mínu mati."


KA mætir Fram í 1. umferðinni á laugardag. Akureyrarvöllur er ekki tilbúinn og því fer leikurinn fram á gervigrasvelli KA.

„Akureyrarvöllur er langt frá því að vera tilbúinn og ég held að hann verði það ekki fyrr en í byrjun júní. Við byrjum á gervigrasinu og við eigum líka fyrsu tvo útileiki á gervigrasinu," sagði Túfa að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner