Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. maí 2016 08:45
Elvar Geir Magnússon
Úlfur Blandon: Hópurinn nánast fullmótaður fyrir áramót
Úlfur Blandon er til vinstri á myndinni.
Úlfur Blandon er til vinstri á myndinni.
Mynd: Grótta
Úlfur Blandon tók við þjálfun Gróttu eftir að liðið féll úr 1. deild í fyrra. Liðið mun hafa stutt stopp í 2. deildinni ef spáin gengur eftir en liðinu er spáð öðru sæti í 2. deild í sumar.

Kemur spáin Úlfi á óvart?

„Já og nei, úrslitin á undirbúningstímabilinu hafa verið góð þannig að við gerðum ráð fyrir því að okkur yrði spáð ofarlega," segir Úlfur.

„Það er alveg ljóst að Grótta fer að sjálfsögðu í alla leiki til þess að vinna þá. Hinsvegar höfum við verið með skýr markmið frá því í haust sem eru að hafa fleiri heimamenn í hópnum en undanfarin ár og koma ungum og efnilegum leikmönnum félagsins að og gefa þeim tækifæri á spila fyrir félagið, vaxa og dafna í Gróttu."

„Hópurinn var farinn að taka á sig mynd strax í haust og nánast fullmótaður fyrir áramót enda auðvelt verk þegar mikið af leikmönnum liðsins koma upp úr yngri flokka starfi félagsins. Við höfum fengið þá leikmenn sem við höfum viljað fá og þá sem við töldum að væru best til þess fallnir að taka þátt í þessu verkefni með okkur."

„Það er mikil gleði og stemning í hópnum og menn eru tilbúnir að leggja sig fram fyrir félagið og hvorn annan. Ég geri ráð fyrir að það eigi eftir að skila okkur stigum í sumar," segir Úlfur en hvaða lið munu taka þátt í toppbaráttunni?

„Mér finnst erfitt að lesa í hvaða lið það eru sem verða í toppbaráttunni. Ég geri hinsvegar ráð fyrir því að deildin í ár verði mjög jöfn enda mörg af liðunum í 2.deildinni búin að styrkja sig verulega og ætla sér stóra hluti."

Hvernig er fótboltaáhuginn á Seltjarnarnesi?

„Það er mikill fótboltaáhugi á nesinu um þessar mundir enda spennandi tímar framundan við erum m.a að fara í framkvæmdir á vellinum á næstu vikum og fáum glænýtt gervigras áður en langt um líður. Almennt er áhuginn mikill á því góða íþróttastarfi sem fyrir er á Seltjarnarnesi en Seltjarnarnesbær er mikill útivistar og íþróttabær og það er að sjálfsögðu von okkar að með breyttri stefnu knattspyrnudeildar í leikmannamálum að við sjáum fleira fólk á leikjunum okkar í sumar," segir Úlfur Blandon.
Athugasemdir
banner
banner
banner