banner
   fim 05. maí 2016 10:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
United biður Mourinho um að bíða í eitt ár
Powerade
Verða þeir samherjar á næstu leiktíð eða bíður það í eitt ár?
Verða þeir samherjar á næstu leiktíð eða bíður það í eitt ár?
Mynd: Getty Images
Thorgan Hazard gæti farið til Englandsmeistarana.
Thorgan Hazard gæti farið til Englandsmeistarana.
Mynd: Getty Images
Kæru lesendur, nú er komið að hinum sívinsæla lið hjá okkur sem er slúðurpakki dagsins, gjörið svo vel.

Manchester United hefur beðið Jose Mourinho um að bíða í eitt ár, áður en hann tekur við liðinu svo að Louis van Gaal geti klárað samning sinn hjá félaginu. Mourinho er hins vegar talinn halda að hann sé við það að taka við liðinu. (The Sun)

Verðandi stjóri Chelsea, Antonio Conte, vill fá Gonzalo Higuain til liðsins á 42 milljónir punda í sumar. Conte ætlar einnig að selja Nemanja Matic til Juventus. (Daily Mail)

Barcelona ætlar sér að kaupa Ayoze Perez frá Newcastle (Daily Mirror)

Leicester ætlar að styrkja liðið sitt fyrir næsta tímabil en ensku meistararnir ætla að fá til sín Thorgan Hazard frá Borussia Monchengladbach. (Daily Express)

Stuðningsmenn Chelsea þurfa að punga út 150 pundum eða rúmum 26 þúsund krónum til að kaupa nýjustu treyju liðsins. (Sun)

Móðir Claudio Ranieri segir að grænar baunnir og og salat sé leyndarmálið að velgengi Ítalans í þjálfun. (Daily Telegraph)

Sjónvarpsstöð í Argentínu, ætlar að auglýsa Copa America, sem fram fer í Bandaríkjunum í júní með að nota ræður frá Donald Trump. (Daily MIrror)

Wojciehech Szczesny gæti snúið aftur til Arsenal en Roma vill fá hann aftur í sínar raðir eftir tímabilið. Launakostnaður Pólverjans er hins vegar of hár fyrir ítalska liðið.(Corriere dello Sport)

Gus Poyet er líklegastur til að taka við Nottingham Forest. (Nottingham Times)


Athugasemdir
banner
banner
banner