Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 05. maí 2016 23:00
Arnar Geir Halldórsson
Van Gaal: Staðfestir að við áttum að fá vítaspyrnu
Enginn vill láta rífa í hárið á sér
Enginn vill láta rífa í hárið á sér
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Man Utd, segir dóm enska knattspyrnusambandsins yfir þeim Marouane Fellaini og Robert Huth staðfesta að Man Utd átti að fá vítaspyrnu þegar þeim lenti saman í leik liðanna um síðustu helgi.

Þeir hafa báðir verið dæmdir í þriggja leikja bann sem þýðir að tímabilið er búið hjá Huth en Fellaini mun snúa aftur í bikarúrslitaleiknum gegn Crystal Palace.

„Við munum ekki áfrýja þessu en eins og ég sagði eftir leikinn þá voru viðbrögð Fellaini eins og allir myndu bregðast við þegar einhver hárreytir þig."

„Með því að setja Huth í þriggja leikja bann er knattspyrnusambandið að staðfesta að þetta átti að vera vítaspyrna, eins og ég sagði eftir leikinn. Það er mjög svekkjandi að dómarinn hafi ekki áttað sig á því."

„Ég trúi því enn að viðbrögð Fellaini hafi verið eðlileg en auðvitað þarf hann að hafa stjórn á sjálfum sér, það er rétt,"
segir van Gaal.


Athugasemdir
banner
banner