Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   sun 05. maí 2024 18:22
Kári Snorrason
Byrjunarlið HK og Víkings: Pálmi Rafn byrjar í marki Víkinga
Pálmi byrjar sinn fyrsta deildarleik fyrir Víking í dag
Pálmi byrjar sinn fyrsta deildarleik fyrir Víking í dag
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Atli Hrafn snýr aftur eftir leikbann
Atli Hrafn snýr aftur eftir leikbann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK tekur á móti Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Kórnum í kvöld, búið er að tilkynna byrjunarliðin.

Lestu um leikinn: HK 3 -  1 Víkingur R.

HK mætti Vestra í síðustu umferð í deildinni þar sem Vestri hafði betur 1-0. Ómar Ingi þjálfari HK gerir tvær breytingar á liði sínu frá þeim leik. Kristján Snær og Atli Hrafn koma inn í byrjunarliðið í stað Tuma Þorvarssonar og Ívars Arnar sem meiddist á hné í leiknum gegn Vestra og er því utan hóps í dag.

Víkingur R. mætti KA í síðustu umferð, Víkingar unnu þann leik 4-2 en Arnar Gunnlaugs gerir 5 breytingar á byrjunarliði Víkings frá þeim leik. Ari Sigurpáls, Aron Elís, Halldór Smári og fyrirliðinn Nikolaj Hansen fara úr byrjunarliði Víkings. Í stað þeirra koma þeir Oliver Ekroth, Matti Villa, Helgi Guðjóns og Valdimar Þór.
Einnig gera Víkingar markmannsbreytingu en Pálmi Rafn fer í búrið í stað Ingvars Jónssonar sem tekur sér sæti á tréverkinu.

Byrjunarliðin má sjá í heild sinni hér að neðan.

Byrjunarlið HK:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson (f)
7. George Nunn
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason
14. Brynjar Snær Pálsson
24. Magnús Arnar Pétursson
30. Atli Þór Jónasson

Byrjunarlið Víkingur R.:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed (f)
19. Danijel Dejan Djuric
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson
27. Matthías Vilhjálmsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner