Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   sun 05. maí 2024 15:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Chelsea valtaði yfir Hamrana - A. Villa opnar dyrnar fyrir Spurs
Conor Gallagher fagnar marki í dag.
Conor Gallagher fagnar marki í dag.
Mynd: EPA
Joao Pedro skoraði sigurmarkið gegn Aston Villa.
Joao Pedro skoraði sigurmarkið gegn Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum var rétt í þessu að ljúka í ensku úrvalsdeildinni. Á Stamford Bridge valtaði Chelsea yfir West Ham, 5-0 urðu lokatölur þar sem Nicolas Jackson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Cole Palmer skoraði að sjálfsögðu og fyrirliðinn Conor Gallagher heldur áfram að skora.

Í Brighton unnu heimamenn sigur á Aston Villa sem með tapinu opnar fyrir möguleikann á því að Tottenham geri alvöru úr Meistaradeildarbaráttu. Til þess að það gerist þarf Tottenham að vinna Liverpool á eftir.

Sigur Chelsea er stærsti sigur liðsins á West Ham í sögunni. Liðið lék á als oddi í dag og hefði sigurinn getað orðið stærri en hinu megin hefði Jarrod Bowen hins vegar getað skorað en tréverkið gerði honum lífið leitt. Annar sigur Chelsra í röð staðreynd og aftur vinnur liðið Lundúnaslag því liðið lagði Tottenham á fimmtudaginn. Chelsea er nú komið upp fyrir Man Utd í töflunni, upp í 7. sætið, en United á leik til góða.

Það er ekki bjart yfir West Ham þessa dagana. Liðið hefur unnið einn leik af síðustu tíu deildarleikjum og er talið ólíklegt að David Moyes verði áfram stjóri liðsins.

Brighton var mun öflugra liðið á heimavelli sínum og tölfræðin sínir mikla yfirburði heimamanna. Pascal Gross kom boltanum í net Villa á 68. mínútu en rangstaða var dæmd eftir VAR-skoðun.

Sigurmarkið kom ekki fyrr en í lokin þegar Joao Pedro steig á vítapunktinn. Ezri Konsa hafði gerst brotlegur gegn Simon Adingra. Robin Olsen í marki Villa varði vítaspyrnuna en Pedro náði frákastinu og skoraði með skalla. Níu mínútum var bætt við en Aston Villa tókst ekki að finna jöfnunarmarkið. Brighton fór upp um tvö sæti með sigrinum, upp fyrir bæði Fulham og Wolves.

Brighton 1 - 0 Aston Villa
0-0 Joao Pedro ('85 , Misnotað víti)
1-0 Joao Pedro ('87 )

Chelsea 5 - 0 West Ham
1-0 Cole Palmer ('15 )
2-0 Conor Gallagher ('30 )
3-0 Noni Madueke ('36 )
4-0 Nicolas Jackson ('48 )
5-0 Nicolas Jackson ('81 )
Getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna hér að neðan að uppfærast
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 37 27 7 3 93 33 +60 88
2 Arsenal 37 27 5 5 89 28 +61 86
3 Liverpool 37 23 10 4 84 41 +43 79
4 Aston Villa 37 20 8 9 76 56 +20 68
5 Tottenham 37 19 6 12 71 61 +10 63
6 Chelsea 37 17 9 11 75 62 +13 60
7 Newcastle 37 17 6 14 81 60 +21 57
8 Man Utd 37 17 6 14 55 58 -3 57
9 West Ham 37 14 10 13 59 71 -12 52
10 Brighton 37 12 12 13 55 60 -5 48
11 Bournemouth 37 13 9 15 53 65 -12 48
12 Crystal Palace 37 12 10 15 52 58 -6 46
13 Wolves 37 13 7 17 50 63 -13 46
14 Fulham 37 12 8 17 51 59 -8 44
15 Everton 37 13 9 15 39 49 -10 40
16 Brentford 37 10 9 18 54 61 -7 39
17 Nott. Forest 37 8 9 20 47 66 -19 29
18 Luton 37 6 8 23 50 81 -31 26
19 Burnley 37 5 9 23 40 76 -36 24
20 Sheffield Utd 37 3 7 27 35 101 -66 16
Athugasemdir
banner
banner