Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   sun 05. maí 2024 10:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrirliði Vestra fór í myndatöku - „Mikill léttir"
Elmar í leiknum í gær.
Elmar í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, fór af velli gegn FH í lok fyrri hálfleiks.

„Fyrirliðinn farinn útaf meiddur, hrikalegt fyrir Vestra liðið og þetta leit ekki vel út fyrir Elmar," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í textalýsingu frá leiknum. Elmar fór af velli eftir viðskipti við Loga Hrafn Róbertsson leikmann FH.

Lestu um leikinn: FH 3 -  2 Vestri

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, líkti atvikinu við atvik í síðasta leik þar sem Eiður Aron Sigurbjörnsson varð fyrir því óláni að ristarbrotna.

Elmar fór í myndatöku í gær og kom í ljós að hann væri ekki brotinn. „Er illa bólginn en verð vonandi orðinn góður fyrir næstu helgi. Það var mikill léttir að þetta kom svona út," sagði bakvörðurinn.

Vestri á næst leik gegn ÍA á Akranesi næsta laugardag.
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 5 0 1 14 - 6 +8 15
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 6 4 0 2 10 - 9 +1 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
7.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
8.    KR 6 2 1 3 11 - 11 0 7
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 6 2 0 4 4 - 12 -8 6
11.    KA 6 0 2 4 7 - 13 -6 2
12.    Fylkir 6 0 1 5 5 - 15 -10 1
Athugasemdir
banner