Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   sun 05. maí 2024 23:04
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: Fjögurra marka jafntefli á Selfossi
Selfoss gerði jafntefli við FHL
Selfoss gerði jafntefli við FHL
Mynd: Hrefna Morthens
Selfoss 2 - 2 FHL
0-1 Björg Gunnlaugsdóttir ('5 )
1-1 Unnur Dóra Bergsdóttir ('6 )
1-2 Deja Jaylyn Sandoval ('16 )
2-2 Auður Helga Halldórsdóttir ('49 )
Lestu um leikinn

Selfoss og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir gerðu 2-2 jafntefli í 1. umferð Lengjudeildar kvenna á JÁVERK-vellinum í dag.

Áhorfendur fengu allt fyrir peninginn strax í byrjun leiks. Björg Gunnlaugsdóttir kom FHL yfir á 5. mínútu en Unnur Dóra Bergsdóttir jafnaði í næstu sókn með föstu skoti upp í þaknetið.

Deja Jaylyn Sandoval kom gestunum aftur í forystu tíu mínútum síðar. Viktoría Einarsdóttir átti fasta sendingu með jörðinni, til Deju sem skoraði.

FHL fór með verðskuldaða forystu inn í hálfleikinn, en strax í upphafi síðari jöfnuðu heimakonur. Auður Helga Halldórsdóttir komst ein á móti markverði og setti boltann í netið.

Bæði lið áttu fullt af færum til þess að skora fleiri mörk. Guðrún Þóra Geirsdóttir komst í dauðafæri á lokamínútunum en setti boltann í hliðarnetið.

Lokatölur í leiknum 2-2. Stórskemmtilegur leikur og niðurstaðan líklega sanngjörn miðað við gang leiksins.
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fram 2 1 1 0 10 - 4 +6 4
2.    FHL 2 1 1 0 6 - 5 +1 4
3.    Afturelding 2 1 1 0 3 - 2 +1 4
4.    ÍA 2 1 0 1 4 - 4 0 3
5.    Grindavík 2 1 0 1 1 - 1 0 3
6.    ÍR 2 1 0 1 4 - 8 -4 3
7.    Grótta 2 0 2 0 4 - 4 0 2
8.    Selfoss 2 0 2 0 4 - 4 0 2
9.    HK 2 0 1 1 3 - 4 -1 1
10.    ÍBV 2 0 0 2 1 - 4 -3 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner