Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   sun 05. maí 2024 11:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Thorsport 
Midtjylland heldur áfram að skoða unga Þórsara
Sigurður Jökull.
Sigurður Jökull.
Mynd: Thorsport
Á heimasíðu sinni vekja Þórsarar athygli á því að Sigurður Jökull Ingvason sé um þessar mundir í Danmörku. Hann sé þar á reynlu, skoðar aðstæður og þar og æfir hjá úrvalsdeildarfélaginu Midtjylland.

Sigurður Jökull er sextán ára gamall markvörður sem skrifaði undir sinn fyrsta leikmannasamning við Þór í vetur og hefur varið markið hjá 2. og 3. flokki á Íslandsmótinu í sumar.

„Danska félagið hafði samband við Þór á dögunum og óskaði eftir að fá Sigurð til æfinga og úr varð að hann hélt til Danmerkur fyrir helgi og mun æfa með unglingaliðum félagsins næstu daga," segir í frétt á Thorsport.

Sigurður hefur spilað þrjá landsleiki fyrir yngri landslið Íslands, U15 og U16.

Midtjylland keypti fyrr í vetur Þórsarann Egil Orra Arnarsson frá Þór og fer hann til Danmerkur í sumar. Sigurður Jökull er ekki fyrsti íslenski markvörðurinn sem félagið skoðar því Blikinn Jón Sölvi Símonarson (2007) var á reynslu hjá félaginu fyrir jól.

Midtjyllan er Íslendingafélag. Sverrir Ingi Ingason er lykilmaður í vörn liðsins og Daníel Freyr Kristjánsson er að banka hressilega á aðalliðsdyrnar eftir öflugar frammistöðu með U19 liði félagsins. Þá er Elías Rafn Ólafsson á láni frá félaginu hjá CD Mafra í Portúgal.
Athugasemdir
banner
banner
banner