Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   þri 05. júní 2018 13:48
Elvar Geir Magnússon
Lichtsteiner til Arsenal (Staðfest)
Mættur til Arsenal.
Mættur til Arsenal.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur tilkynnt að félagið hefur gert samning við svissneska bakvörðinn Stephan Lichtsteiner sem kemur á frjálsri sölu frá Ítalíumeisturum Juventus.

Þessi 34 ára sóknarbakvörður er fyrsti leikmaðurinn sem Unai Emery fær til félagsins.

Lichtsteiner varð Ítalíumeistari öll sjö tímabil sín fyrir Juventus og lék 27 deildarleiki á liðnu tímabili þrátt fyrir að Juventus hafi fengið til sín Mattia De Sciglio frá AC Milan.

Hann hefur spilað fyrir landslið Sviss og spilað á tveimur Evrópumeistaramótum og tveimur Heimsmeistaramótum.

Emery segir: „Stephan kemur með mikla reynslu og leiðtogahæfileika í hópinn. Hann er leikmaður sem hefur mikil gæði, er með mjög jákvætt og drífandi hugarfar. Stephan bætir okkur utan sem innan vallar."

Lichtsteiner segir: „Þetta er frábær stund fyrir mig. Verkefnið er að hjálpa Arsenal aftur í Meistaradeildina. Það er erfitt að sjá félag eins og Arsenal ekki vera í Meistaradeildinni þegar þú skoðar leikmannahópinn, félagið og leikvanginn. Stóra markmiðið er að koma liðinu aftur í fremstu röð."


Athugasemdir
banner
banner