Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 05. júlí 2013 22:46
Fótbolti.net
Umfjöllun: Grótta sótti þrjú stig á Egilsstaði
Andri Guðlaugsson skrifar frá Egilsstöðum
Jónmundur skoraði fyrra mark Gróttu.
Jónmundur skoraði fyrra mark Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Höttur er án sigurs í 2. deildinni.
Höttur er án sigurs í 2. deildinni.
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Þorvaldur Sveinn skoraði sigurmarkið.
Þorvaldur Sveinn skoraði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Höttur 1-2 Grótta
1-0 Brynjar Árnason ('43 )
1-1 Jónmundur Grétarsson ('47 )
1-2 Þorvaldur Sveinn Sveinsson ('79 )
Rautt spjald: Joe Lamplough ('87, Höttur )

Hattarmennbyrjuðu leikinn greinilega á að liggja þétt aftur og láta duglega menn framá við pressa vörn Gróttu. Ekki var mikið liðið af leik þegar Steinar Aron komst í gott færi eftir eftir sendingu frá Braga Þór. Og áfram héldu Hattarmenn að vera skeinuhættari þegar þeir fengu hornspyrnu sem Elvar og Steinar Aron fengu sitthvort færið úr en bæði skipti vörðust Gróttumenn á línu og Höttur óheppnir með að vera ekki komnir yfir.

Stúkunni leiddist ekki þegar fyrrum leikmaður Hattar , Anton Ástvaldsson, nældi sér í gult spjald. Eitt af fáum hrósum sem Geir dómari fékk, og þá er átt við frá báðum áttum.

Það voru þó aldrei þessu vant heimamenn sem komust yfirí leiknum á 43 min. Þegar Brynjar Árnason fékk frákast útí teig og negldi boltanum snyrtilega uppí vinstra hornið framhjá Jóni Kolbein í marki Gróttu. Heimamenn almennt grimmari aðillin í fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikur varð algjör andsnúningur og mættu Gróttudrengir grimmir strax í byrjun og voru fljótir að jafna þegar fyrst var skotið í stöng og þaðan fékk Jónmundur Grétarsson boltann og afgreiddi örugglega í netið.

Hattarmönnum var brugðið við þetta og duttu í það að senda langa bolta sem ekki skiluðu sér næglilega vel eða ákvarðannataka í sendingum var ekki góð.

Geir dómari var við það um miðbik seinnihálfleik að missa leikinn úr höndum sér og var leiðinlegt að sjá hann dæma oft þvert á móti aðstoðardómurum sínum sem ætla mætti að hafi oft verið í betri aðstöðu til að taka ákvörðun.

Þó lítið markvert hafi gerst fengu Hattarmenn aukaspyrnu rétt utan teigs og lét Elvar Þór vaða með þrumufleyg á markið, en Jón Kolbeinn kom boltanum yfir með stór glæsilegri markvörslu.

Þar á eftir fékk Scott í marki Hattar að taka á honum stóra ínum sem menn tala oft um.
Stuttu seinna, á 77 mín, fengu Grótta hornspyrnu sem úr var klafs í teignum og ekki var annað hægt aðsjá en að heimamenn væru að ná að hreinsa boltann burt þegar Geir dómari dæmir horn flestum að óvörum. Gróttumenn taka því náttúrulega og þar var Þorvaldur Sveinn atkvæðamestur og setti boltann í netið og kom Gróttumönnum yfir 1-2.
Hattamenn reyndu hvað þeir gátu að kom sér í færi það sem eftir lifði leiks, þó datt botninn endanlega úr þegar Joe varnarmaður Hattar renndi sér glórulaust aftan í miðjumann Gróttu og fékk verðskuldað rautt fyrir þó hann hafi ekki skilið hvað á gekk. Menn í stúku almennt sammála að þarna væri peningum illa varið í leikmanni.

Á loka mínútunum fengu Hattarmennsína loka sénsa þegar Elvar tók aðra aukaspyrnu sem hann smellti í þverslánna, og svo þegar Garðar Már tók boltann inní teig og freistaðist til að taka bakfallsspyrnu en varnarmaður Gróttu varð fyrri með hausin í boltann og því dæmt aukaspyrna. Voru menn ekki sáttir hvor við aðra og hófust miklar stympingar milli manna þar sem seyðfirðingar beggja liða stóðu sig vel. Elmar Bragi fór fyrir vörnum Hattar meðan Jón Kolbeinn vann leiksigur er hann henti sér í grasið. Óskarinn til hans.

Gróttumenn halda flugi sínu áfram meðan ekkert gengur né rekur hjá Hetti að skora mörk. Vel hægt að álykta að menn bíða ólmir eftir 15 júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner