sun 05. júlí 2015 17:45
Björgvin Stefán Pétursson
Mario Götze þarf meiri stuðning frá Bayern segir umboðsmaður hans
Mario Götze
Mario Götze
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Mario Götze hefur gagnrýnt Bayern Munich fyrir það að sýna Götze ekki nægilega mikinn stuðning á síðasta tímabili.

Götze skoraði 14 mörk á síðasta tímabili undir stjórn Pep Guardiola.

En umboðsmaður Götze, Volker Struth, vill meina að þeir hefðu getað gert meira til þess að fá það besta út úr þessum 23 ára gamla leikmanni.

„Að sjálfsögðu hefði ég viljað að Mario hafði fengið meiri stuðning í einu eða tveimur tilfellum." sagði Struth.

„Ég er fullviss um það að þegar Mario finnur fyrir stuðningi, þá mun það vera auðveldara fyrir hann að sýna þessa frábæru hæfileika sem hann býr yfir. Þá er hann einn af bestu leikmönnum heims."

Struth finnst eins og Götze hefði átt að spila meira í stóru leikjunum hjá Bayern á síðasta tímabili og nefnir í því samhengi, undanúrslitin í Meistardeildinni gegn Barcelona og undanúrslitin í þýska bikarnum gegn Dortmund.

„Ég get aðeins endurtekið mig, ég hefði viljað meiri stuðning." sagði Struth að lokum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner