sun 05. júlí 2015 15:22
Arnar Geir Halldórsson
Noregur: Viking steinlá fyrir Stromsgodset
Jón Daði spilaði allan leikinn fyrir Viking
Jón Daði spilaði allan leikinn fyrir Viking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stromsgodset 4-1 Viking
0-1 Suleiman Abdullahi (´4)
1-1 Marvin Ogunjimi (´10)
2-1 Marvin Ogunjimi (´15)
3-1 Gustav Wikheim (´60)
4-1 Lars-Christopher Vilsvik (´78)
Rautt spjald: Bismarck Adjei-Boateng, Stromsgodset (´45)

Íslendingalið Viking Stavanger fór illa að ráði sínu í norsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið heimsótti Stromsgodset.

Gestirnir fengu draumabyrjun þegar Suleiman Abdullahi kom Viking yfir strax á fjórðu mínútu. Tvö mörk Marvin Ogunjimi á fimm mínútna kafla komu heimamönnum í forystu en undir lok fyrri hálfleiks fékk Bismarck Adjei-Boateng beint rautt spjald og Viking því manni fleiri það sem eftir lifði leiks.

Ekki tókst þeim að nýta liðsmuninn betur en það að Stromsgodset bættu við tveim mörkum í síðari hálfleiknum og fóru því með 4-1 sigur af hólmi.

Jón Daði Böðvarsson og Indriði Sigurðsson léku allan leikinn í liði Viking en Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inná sem varamaður á 70.mínútu.

Viking er þar með í 4.sæti deildarinnar með 25 stig og gæti fallið niður í 5.sæti seinna í dag, takist Valerenga að sigra sinn leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner