Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. júlí 2015 22:40
Björgvin Stefán Pétursson
Óskar Örn: Erum að fara erfiðu leiðina í bikarnum
Óskar Örn Hauksson
Óskar Örn Hauksson
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Óskar Örn Hauksson leikmaður KR var að vonum kátur eftir 2-1 sigur á FH í Borgunarbikarnum.

KR verður því í pottinum á þriðjudaginn þegar að dregið verður í undanúrslit.

Óskar kom KR yfir í 1-0 áður en Kassim Doumbia jafnaði.

Gary Martin skoraði svo sigurmarkið.

„Góður leikur fannst mér heilt yfir ég held að þetta hafi verið svona nokkuð sanngjarnt." sagði Óskar Örn aðspurður að því hvort að úrslitin hafi verið sanngjörn.

„Lið geta grísast á eitthvað í bikarnum en ég held að þetta sé bara merki um að við séum búnir að vera með gott lið undanfarin ár. Við höfum yfirleitt farið erfiða leið í bikarnum og aftur í ár og það er bara fínt."

Aðspurður út í álagið á leikmönnum sagði Óskar þetta:„Við erum bara að hvíla okkur vel fyrir leiki og borða vel og allt það."

Óskar var ánægður með markið sem að hann skoraði í Írlandi.„Það var óþarfa mark sem að við fengum á okkur (í Írlandi) mjög gott að ná þessu útivallamarki. Bara gott veganesti inn í heimaleikinn."

„Við erum klárlega betra fótboltalið en Cork City. En það er ekkert búið í þessu, það er bara hálfleikur. Við ættum að fara áfram." sagði Óskar.

Óskar þakkaði að lokum miðjunni, stuðningsmannasveit KR fyrir hjálpina og sagði:„Það smitar inn í liðið og allt í kringum þetta og skiptir bara hellings máli og við finnum það."

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner