Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 05. júlí 2015 13:40
Arnar Geir Halldórsson
Roberto Carlos tekur við Delhi Dynamos (Staðfest)
Roberto Carlos kominn til Indlands
Roberto Carlos kominn til Indlands
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin, Roberto Carlos, mun þjálfa lið Delhi Dynamos í indversku ofurdeildinni á komandi leiktíð sem hefst þann 3.október næsktomandi.

Eins og við sögðum frá í gær mun Nicolas Anelka verða spilandi þjálfari Mumbai City og nú hefur Roberto Carlos bæst í stjörnum prýddan þjálfarahóp deildarinnar.

Meðal annara þjálfara má nefna Zico, Marco Materazzi og David Platt en átta lið leika í indversku ofurdeildinni.

Þjálfaraferill Roberto Carlos hefur verið skrautlegur en hans fyrsta þjálfarastarf var þegar hann tók tímabundið við Anzhi Makhachkala í Rússlandi.

Hann færði sig svo yfir í tyrkneska boltann þar sem hann hefur starfað í rúm tvö ár en hugðist taka við katarska liðinu Al-Arabi á dögunum. Þær viðræður strönduðu á síðustu stundu og verður Carlos því í Indlandi út þetta ár hið minnsta.

Roberto Carlos lék 125 landsleiki fyrir Brasilíu á ferli sínum og er af mörgum talinn besti vinstri bakvörður sögunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner