sun 05. júlí 2015 23:05
Björgvin Stefán Pétursson
Sean O'Driscoll verður aðstoðarstjóri Liverpool
Brendan er búinn að finna sér aðstoðarmann
Brendan er búinn að finna sér aðstoðarmann
Mynd: Getty Images
Liverpool mun á morgun tilkynna Sean O'Driscoll sem nýjan aðstoðarstjóra liðisins. Sean sem er að núna þjálfari Englands U-19 mun hætta í því starfi og fara til Liverpool.

Þessi 58 ára gamli fyrrum stjóri Bournemouth, Doncaster Rovers, Crawley Town, Nottingham Forest og Bristol City.

Sean sem að er aðeins búinn að stjórna Englandi U-19 síðan í september er mikils metinn af verðandi yfirmanni sínum honum Brendan Rodgers.

Pep Lijnders unglingaliðsþjálfari Liverpool mun einnig koma inn í þjálfarateymið hjá aðalliðinu.

Brendan Rodgers þurfti aðstoðarmenn eftir að Colin Pascoe og Mike Marsh voru reknir eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner