mið 05. ágúst 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - FH tekur á móti Val í toppbaráttunni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það er heil umferð í Pepsi-deild karla á dagskrá í dag auk viðureignar Tindastóls og Einherja í C-riðli 1. deildar kvenna.

Topplið FH tekur á móti Valsörum í toppbaráttunni í gífurlega eftirvæntum leik sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og Sport 3.

Fyrsti leikur kvöldsins er viðureign fallbaráttuliðs ÍBV gegn Fylki, sem er sex stigum ofar.

Toppbaráttulið KR fær Fjölni í heimsókn á meðan Blikar taka á móti botnliði Keflvíkinga sem er aðeins búið að vinna einn leik af þrettán.

Víkingur R. mætir ÍA og nýliðar Leiknis R. taka á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Stjörnunnar.

Pepsi-deild karla:
18:00 ÍBV - Fylkir (Hásteinsvöllur)
19:15 Víkingur R. - ÍA (Víkingsvöllur)
19:15 FH - Valur (Kaplakrikavöllur - Stöð 2 Sport)
19:15 Leiknir R. - Stjarnan (Leiknisvöllur)
19.15 Fjölnir - KR (Fjölnisvöllur)
19:15 Breiðablik - Keflavík (Kópavogsvöllur)

1. deild kvenna C-riðill:
18:30 Tindastóll - Einherji (Sauðárkróksvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner