Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. ágúst 2015 06:00
Fótbolti.net
Síðasta námskeiðið í knattspyrnuskóla KB lokið
Jóhann Árni Gunnarsson og Ísak Snær Þorvaldsson.
Jóhann Árni Gunnarsson og Ísak Snær Þorvaldsson.
Mynd: KB
Síðasta námskeiðið í Knattspyrnuskóla Kristjáns Bernburg í ár endaði um helgina en 35 íslenskir piltar á aldrinum 13-16 ára voru í skólanum.

Það er VITA sport sem selur ferðir í skólann sem fer þrisvar fram í ári. Mun Vita byrja að skrá í skólann 2016 fljótlega en hann mun fara fram 22 til 29. mars, 24 til 31. júlí og 31 júlí til 7. ágúst.

Sjö fastir þjálfarar eru við skólann auk gestaþjálfara þannig að æft var í litlum hópum þar sem hámark átta leikmenn voru á þjálfara.

Í ferðinni voru tveir leikir á móti á Waasland - Beveren þar sem íslensku piltanir töpuðu báðum leikjunum.

Bestir í skólanum voru þeir Jóhann Árni Gunnarsson í Fjölni og Ísak Snær Þorvaldsson í Aftureldingu.

Farastjóri í ferðinni var Árni Freyr Guðnason og stóð hann sig frábærlega og hélt hann vel um hópinn allan tímann. Hópurinn fór í skemmtigarð Walibi og go-kart auk þess var boðið upp á fyrirlestra hvernig leikmenn geta bætt sig, knattspyrnujóga og fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner