Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 05. september 2015 09:00
Arnar Geir Halldórsson
Andre Villas-Boas í sex leikja bann
Missti sig aðeins
Missti sig aðeins
Mynd: Getty Images
Portúgalski knattspyrnustjórinn Andre Villas-Boas hefur verið dæmdur í sex leikja bann í rússnesku úrvalsdeildinni.

Villas-Boas stýrir ríkjandi meisturum í Zenit St.Pétursborg en liðið hefur farið frekar rólega af stað í deildinni og tapað tveim af fyrstu sjö leikjum sínum.

Villas-Boas fékk rautt spjald um síðustu helgi þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Krylya Sovetov og hefur verið dæmdur í þetta langa leikbann vegna viðbragða sinna við rauða spjaldinu.

Hann er sakaður um að hafa ýtt harkalega við fjórða dómara leiksins en atvikið náðist ekki á myndband.

Þessi fyrrum stjóri Tottenham, Chelsea og Porto á að hafa beðist afsökunar á athæfinu en hann mun nú þurfa að sitja upp í stúku í deildarleikjum liðsins þar til í lok október.
Athugasemdir
banner
banner
banner