Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 05. september 2015 10:00
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Ver víti meðan hann er ekki á kafi í módelstörfum
Leikmaður 19. umferðar - Garðar Már Grétarsson (Höttur)
Garðar Már Grétarsson.
Garðar Már Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Björn Ingvarsson
„Við vissum að við myndum ekki fá neitt gefins í þessum leik því í fyrri leiknum lentum við snemma undir en náðum svo að koma til baka og vinna leikinn. Þannig að við ætluðum ekki að láta það gerast aftur og byrjuðum þennan leik af krafti og vorum 3-0 yfir í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var rólegri en við hefðum getað unnið leikinn ennþá stærra og ég man ekki eftir að þeir hafi fengið færi," segir Garðar Már Grétarsson leikmaður Hattar um 5-0 sigur liðsins á botnliði Dalvíkur/Reynis í vikunni.

Garðar skoraði þrennu fyrir Hött í leiknum og er leikmaður 19. umferðar í deildinni.

„Fyrsta markið mitt var eftir að Högni Helgason skaut í stöngina og Dalvíkurmenn ná ekki að hreinsa í burtu og boltinn dettur fyrir mig í teignum og ég klára færið. Annað markið var gullfallegt að mati áhorfenda en þá næ ég skoti sem markmaðurinn ver og ég næ að renna mér í boltann sem fer í markmanninn og rúllar hægt og rólega inn í markið. Í þriðja markinu fæ ég háa stungu inn fyrir vörnina frá hinum íslenska Fabregas (Brynjar Árnason) og legg boltann fyrir mig með bringunni og slútta framhjá markmanninum. Fyrir leikinn var ég tæpur af meiðslum, en eftir upphitunina ákvað ég að láta reyna á þetta og sé ekki eftir því."

Höttur hafði einungis skorað 14 mörk í fyrstu 17 umferðunum í sumar en í síðustu tveimur leikjum hefur liðið skorað níu mörk. Hvað breyttist? „Það hefur svo sem ekki mikið breyst annað en það að við fórum að spila eins og menn og nýta eitthvað af færunum okkar."

Höttur siglir lygnan sjó í sjötta sætinu í 2. deildinni eftir 19 umferðir. „Staða okkar í deildinni er að sjálfsögðu mikil vonbrigði eins og sumarið í heild. Þetta hefur einhvernveginn ekki verið að smella saman hjá okkur í sumar og nánast allir sem eiga miklu meira inni. Kannski fyrir utan Didda (Sigurður Hrannar) markmann sem er búinn að vera frábær í sumar og verja á meðal annars öll víti sem við erum búnir að fá á okkur held ég. Svona á meðan hann er ekki á kafi í módelstörfum fyrir öll heimsins fyrirtæki. Við höfum ekki beint verið að skemmta áhorfendum með flottum fótbolta nema kannski í þessum leik og vonandi erum við búnir að finna taktinn," segir Garðar en hvað hefur komið honum á óvart í 2. deildinni í sumar?

„Það hefur svo sem lítið komið á óvart. Huginn hefur kannski komið mér smá á óvart, en þeir eru í toppbaráttunni og verðskulda að komast upp að mínu mati. Brynjar Skúlason er að gera góða hluti með liðið og er sérfræðingur á leikmannamarkaðinum."

Garðar segir að Höttur muni gera atlögu að því að komast upp fyrr en síðar.

„Já við eigum alveg fullt erindi í baráttuna um að komast upp. Þurfum bara að stíga upp og hækka standardinn á öllu hjá okkur. Við erum með kjarna af góðum heimamönnum sem hafa verið með liðinu í mörg ár. Við þyrftum kannski að styrkja liðið aðeins með mönnum sem væru betri en heimamennirnir og þá ættum við að geta blandað okkur í baráttuna um að komast upp," sagði Garðar að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Davíð Guðlaugsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Birkir Pálsson (Huginn)
Bestur í 3. umferð - Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
Bestur í 4. umferð - Ásgrímur Gunnarsson (KV)
Bestur í 5. umferð - Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.)
Bestur í 6. umferð - Ben Griffiths (Tindastóll)
Bestur í 7. umferð - Halldór Logi Hilmarsson (KF)
Bestur í 8. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Paul Bodgan Nicolescu (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð - Marteinn Pétur Urbancic (ÍR)
Bestur í 11. umferð - Jökull Steinn Ólafsson (KF)
Bestur í 12. umferð - Fernando Revilla Calleja (Huginn)
Bestur í 13. umferð - Viktor Daði Sævaldsson (Dalvík/Reynir)
Bestur í 14. umferð - Rúnar Freyr Þórhallsson (Huginn)
Bestur í 15. umferð - Ramon Torrijos Anton (Ægir)
Bestur í 16. umferð - Björn Anton Guðmundsson (ÍR)
Bestur í 17. umferð - Alexander Már Þorláksson (KF)
Bestur í 18. umferð - Eiður Ívarsson (Afturelding)
Athugasemdir
banner
banner
banner