Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 05. september 2015 13:12
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið U21 - Elías og Aron byrja frammi gegn Frökkum
Elías Már Ómarsson er í byrjunarliði Íslands.
Elías Már Ómarsson er í byrjunarliði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kingsley Coman, sem er á láni hjá Bayern München, er í byrjunarliði Frakka.
Kingsley Coman, sem er á láni hjá Bayern München, er í byrjunarliði Frakka.
Mynd: Getty Images
U21 árs landslið Íslands mætir gífurlega sterku liði Frakka í öðrum leik liðsins í undankeppni U21 árs landsliða fyrir EM 2017.

Bæði lið tefla fram gífurlega sterkum liðum þó að franska liðið sé talið talsvert sterkara af sérfræðingum.

Kingsley Coman, sem kom inná í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor, er í byrjunarliði Frakka ásamt vel þekktum leikmönnum á borð við Aymeric Laporte, miðvörður Athletic Bilbao, og Adrien Rabiot, miðjumaður PSG. Þá er Jordan Amavi, bakvörður Aston Villa, á bekknum.

Íslenska liðið er þó gríðarlega sterkt þar sem leikmenn liðsins spila ýmist í Pepsi-deildinni eða í deildum erlendis.

Aron Elís Þrándarson og Elías Már Ómarsson eru fremstu menn íslenska liðsins í dag.

Hægt er að fylgjast með textalýsingu á aðalsíðu Fótbolta.net þar sem Alexander Freyr Einarsson sér um að lýsa leiknum.

Ísland:
12. Frederik Albrecht Schram (m)
2. Adam Örn Arnarson
3. Hjörtur Hermannsson
3. Oliver Sigurjónsson (f)
4. Orri Sigurður Ómarsson
6. Böðvar Böðvarsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Sindri Björnsson
9. Elías Már Ómarsson
10. Aron Elís Þrándarson
11. Ævar Ingi Jóhannesson

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Daníel Leó Grétarsson
13. Árni Vilhjálmsson
13. Viktor Jónsson
15. Heiðar Ægisson
16. Kristján Flóki Finnbogason
18. Þorri Geir Rúnarsson

Frakkland:
1. Paul Nardi (m)
2. Antoine Conte
3. Benjamin Mendy
4. Aymeric Laporte
6. Adrien Rabiot
7. Jean Corentin
9. Sébastien Haller
11. Kingsley Coman
12. Thomas Lemar
13. Tiemoue Bakayoko
20. Presnel Kimpembe

Varamenn:
16. Mouez Hassen (m)
5. Clément Lenglet
10. Lenny Nangis
18. Grejohn Kyei
19. Jordan Amavi
21. Benjamin Pavard
22. Rémi Walter
Athugasemdir
banner
banner