Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. september 2015 11:19
Magnús Már Einarsson
Laugardalsvöllur
Heimir: Megum ekki detta í það daginn fyrir partýið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Við megum ekki detta í það daginn fyrir partyíið. Við verðum að vera allsgáðir fyrir leik. Við þurfum eitt stig," sagði Heimir Hallgrímsson annar af landsliðsþjálfurum Íslands á fréttmannafundi í dag fyrir leikinn gegn Kasakstan á morgun.

Eitt stig á morgun tryggir sæti á EM í Frakklandi á næsta ári en Heimir segir menn vera niðri á jörðinni.

„Eins og andrúmsloftið er á Íslandi þá er erfitt að komast hjá því að taka þátt í gleðinni. Það er auðvelt að missa einbeitinguna. Það er mikið af hamingjuóskum og hype á Íslendingum."

„Við þurfum að vera fókuseraðir og skýrir í hugsun og vita hvað það hefur hjálpað okkur mikið hingað til."


Ísland sigraði Kasakstan 3-0 í mars. Síðan þá hefur lið Kasakstan breyst mikið og liðið tapaði meðal annars naumlega 2-1 á útivelli gegn Tékkum á fimmtudag.

„Þeir eru mjög breyttir frá leiknum úti. Það voru sjö leikmenn frá því í leiknum úti sem voru ekki í byrjunarliðinu gegn Tékkum. Þetta lið er í mikilli framför og við verðum að hrósa þjálfaranum fyrir að gera góða hluti. Þeir voru virkilega góðir í leiknum gegn Tékkum."
Athugasemdir
banner
banner
banner