Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 05. september 2015 11:37
Magnús Már Einarsson
Laugardalsvöllur
Heimir: Veit ekki hvort við getum stoppað forsetann
Icelandair
Ólafur Ragnar borðaði með íslenska liðinu árið 2013.
Ólafur Ragnar borðaði með íslenska liðinu árið 2013.
Mynd: Instagram - KSÍ
Heimir Hallgrímsson, annar af landsliðsþjálfurum Íslands, segir að KSÍ hafi lært mikið síðan í tapinu gegn Króatíu í umspili um sæti á HM fyrir tæpum tveimur árum.

Ísland getur tryggt sér sæti á stórmóti í fyrsta skipti með sigri eða jafntefli gegn Kasakstan í undankeppni EM annað kvöld.

„Það er búið að læra af leiknum gegn Króatíu þar sem þjóðin fór á smá gleði fyllerí. Við urðum bestu vinir allra. Það voru skrípalæti í kringum allt sem við vorum að gera og allir vildu vera með," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag.

„Þó við viljum hleypa öllum að okkur þá verður einhversstaðar að draga línuna og láta leikmennina fókusa í friði. Það er gott að setja ekki annað fíaskó af stað. Við höfum þetta á faglegum nótum og einbeitum okkur að þessu verkefni."

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, borðaði meðal annars hádegismat með landsliðsmönnum á leikdegi í Króatíu. Heimir var spurður að því hvort að forsetinn fái að mæta í mat á morgun með liðinu?

„Ég veit ekki hvort að við getum stoppað hann en við getum líka tekið hann í mat seinna," svaraði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner
banner