Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 05. september 2015 05:55
Arnar Geir Halldórsson
Ísland í dag - Hart barist á toppi allra deilda
KA-menn eru óstöðvandi
KA-menn eru óstöðvandi
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Kingsley Coman verður á Kópavogsvelli
Kingsley Coman verður á Kópavogsvelli
Mynd: Getty Images
Það er af nógu að taka í íslenska boltanum í dag þar sem fjöldinn allur af leikjum fer fram í neðri deildum.

KA getur tekið stórt skref í átt að Pepsi deildinni þegar liðið sækir nýkrýnda deildarmeistara heim til Ólafsvíkur. Á sama tíma mætast Selfoss og Grótta í rosalegum botnslag.

Í 2.deild er toppslagur af bestu gerð á Fáskrúðsfirði þar sem ÍR-ingar verða í heimsókn.

Það er einnig hörð barátta um annað sætið í 3.deild en Reynir Sandgerði fær Víðismenn í heimsókn í nágrannaslag á meðan Völsungur tekur á móti KFS.

Úrslitakeppni 4.deildar heldur áfram líkt og úrslitakeppni 1.deildar kvenna.

Þá verður U-21 árs landsliðið í eldlínunni klukkan 14. Þeir fá Frakkland í heimsókn á Kópavogsvöll og er kjörið tækifæri fyrir landsmenn að mæta og sjá stjörnur framtíðarinnar með berum augum.

Allir á völlinn!

Leikir dagsins

1. deild karla 2015
14:00 BÍ/Bolungarvík-Fjarðabyggð (Torfnesvöllur)
14:00 Víkingur Ó.-KA (Ólafsvíkurvöllur)
14:00 Selfoss-Grótta (JÁVERK-völlurinn)
16:00 Grindavík-Þór (Grindavíkurvöllur)

2. deild karla 2015
12:00 Njarðvík-KV (Njarðtaksvöllurinn)
14:00 Leiknir F.-ÍR (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Tindastóll-Höttur (Sauðárkróksvöllur)
14:00 Dalvík/Reynir-Ægir (Dalvíkurvöllur)

3. deild karla 2015
14:00 Völsungur-KFS (Húsavíkurvöllur)
14:00 Álftanes-Einherji (Bessastaðavöllur)
14:00 KFR-Kári (SS-völlurinn)
14:00 Reynir S.-Víðir (K&G-völlurinn)

4. deild karla Úrslit
14:00 ÍH-Þróttur V. (Kaplakrikavöllur)
16:00 Augnablik-Vængir Júpiters (Fagrilundur)

1. deild kvenna Úrslit
12:00 FH-HK/Víkingur (Kaplakrikavöllur)

U-21 karla EM 2017
14:00 Ísland-Frakkland (Kópavogsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner