Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 05. september 2015 07:30
Arnar Geir Halldórsson
Meiðslavandræði Strootman halda áfram
Kevin Strootman
Kevin Strootman
Mynd: Getty Images
Hollenska miðjumanninum Kevin Strootman hefur gengið afar illa að fá sig góðan af hnémeiðslum sem hann varð fyrir í marsmánuði árið 2014.

Hann gekkst í gær undir þriðju aðgerð sína vegna meiðslanna. Ef allt gengur að óskum getur hann byrjað að hlaupa eftir fimm vikur og bindur hann vonir við að snúa aftur í lið Roma um áramótin.

Strootman æfði með Roma á undirbúningstímabilinu og stefndi á að leika með liðinu í byrjun tímabils þegar bakslag kom í meiðsli hans.

Þessi 25 ára miðjumaður var einn eftirsóttasti leikmaður heims áður en meiðslahrinan hófst en hann kom við sögu í fjórum leikjum með Roma á síðasta tímabili
Athugasemdir
banner
banner
banner