lau 05. september 2015 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
Pogba hafnaði samningstilboði frá Chelsea
Powerade
Pogba er sagður hafa hafnað Chelsea eftir að Juventus samþykkti tilboð í hann.
Pogba er sagður hafa hafnað Chelsea eftir að Juventus samþykkti tilboð í hann.
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli er þremur kílóum of þungur samkvæmt þjálfara sínum hjá AC Milan.
Mario Balotelli er þremur kílóum of þungur samkvæmt þjálfara sínum hjá AC Milan.
Mynd: Getty Images
Gaston Ramirez hefur gengið afleitlega að festa sig í sessi sem byrjunarliðsmaður og gæti verið látinn fara frítt.
Gaston Ramirez hefur gengið afleitlega að festa sig í sessi sem byrjunarliðsmaður og gæti verið látinn fara frítt.
Mynd: Getty Images
Það er mikið að frétta úr slúðurheimum í landsleikjahlénu og tók BBC slúðurpakkann saman að vanda.

Slúðrað er um hvað gerðist í sumar og hvað gæti gerst í framtíðinni.

Paul Pogba hafnaði Chelsea þrátt fyrir að 62 milljón punda tilboð frá Chelsea hafi verið samþykkt. (Gazzetta Dello Sport)

Hugo Lloris var næstum farinn til Manchester United í félagsskiptaglugganum. (Daily Mail)

Karl-Heinz Rummenigge, forseti Bayern München, segir að félagið hafi hafnað himinháu tilboði frá Manchester United í 25 ára sóknarmann sinn, Thomas Müller. (The Sun)

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur verið sakaður um að sýna næstu andstæðingum sínum, San Marínó, vanvirðingu með ummælum sínum. Hodgson grínaðist með að það væri líklega pláss í landsliðshópnum fyrir leikmenn úr enska krikketlandsliðinu. (Daily Star)

Hinn 24 ára gamli Andros Townsend gæti þurft að yfirgefa Tottenham í janúar vilji hann komast í leikmannahóp Englendinga fyrir EM í Frakklandi. (Daily Mirror)

Asmir Begovic, 28 ára markvörður Bosníu og Chelsea, segir leikmennina hafa mikla trú á Jose Mourinho og telur hópurinn að Chelsea geti unnið titilinn þrátt fyrir arfaslaka byrjun. (Daily Mail)

Mario Balotelli er 3 kílóum of þungur samkvæmt Sinisa Mihajlovic, þjálfara AC MIlan. (Gazzetta Dello Sport)

Franski bakvörðurinn Mathieu Debuchy íhugar að fara frá Arsenal eftir að hafa misst byrjunarliðssæti sitt til Hector Bellerin. (Daily Express)

Victor Valdes mun ekki fá tækifæri með Manchester United þrátt fyrir að hafa verið valinn í leikmannahópinn fyrir úrvalsdeildartímabilið. (Manchester Evening News)

Everton reyndi að fá Denis Cheryshev, 24 ára gamlan kantmann Real Madrid, á láni í sumar. (Daily Star)

Juventus hefur framtíðarplön fyrir Daniele Rugani, ungan varnarmann sinn, og vill ekki selja hann til Arsenal sem hefur sýnt áhuga. (Talksport)

Gordon Taylor, framkvæmdastjóri samtaka atvinnuknattspyrnumanna á Englandi, sakar Chelsea um að hafa vísvitandi mikil áhrif á evrópska knattspyrnuheiminn með því að lána 33 leikmenn út. (Daily Mirror)

Stjórn Southampton veit ekki hvað hún á að gera varðandi Úrgvæann Gaston Ramirez sem kom á metfé til félagsins. Félagið mun annað hvort reyna að lána hann til félags í Championship deildinni eða enda samning hans og leyfa honum að fara frítt. (Southern Daily Echo)

Stoke City ætlar að lána varnarmanninn sinn Dionatan Teixeira. Þá verður félagið ekki lengur eina úrvalsdeildarliðið með engan leikmann úti á láni. (Stoke Sentinel)

Hinn 22 ára gamli Rohan Ince er lykilmaður í liði Brighton sem ætlar sér stóra hluti í toppbaráttu Championship deildarinnar. Ince, sem er frændi Paul Ince, hefur verið orðaður við nokkur úrvalsdeildarfélög en er búinn að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við Brighton. (The Argus)

Mel Morris, moldríkur eigandi Derby County, hefur sagt við Paul Clement að það sé engin pressa á honum og hann þurfi ekki að komast upp í ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili. (Sky Sports)

Raheem Sterling birti mynd af sér og Fabian Delph í flugvél. Hann setti snáka-broskarla í lýsingu myndarinnar til að gera grín að því að fólk kallar leikmennina snáka eftir að þeir yfirgáfu félögin sín til að ganga til liðs við Manchester City í sumar. (BBC)

Julio Arca, fyrrverandi varnarmaður Middlesbrough og Sunderland, er búinn að skrifa undir hjá utandeildarliðinu South Shields. Arca er 34 ára og lagði atvinnumannaskóna á hilluna fyrir tveimur árum, mun spila sinn fyrsta leik gegn Stokesley í næstu viku. (Shields Gazette)
Athugasemdir
banner
banner