Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 05. október 2015 19:00
Magnús Már Einarsson
Advocaat: Fallbarátta ekki minn tebolli
Basl.
Basl.
Mynd: Getty Images
Dick Advocaat segist hafa orðið of neikvæður eftir erfiða byrjun Sunderland á tímabilinu.

Hinn 68 ára gamli Advocaat hætti með Sunderland um helgina eftir að liðið hafði ekki náð sigri í átta fyrstu leikjum tímabilsins.

„Að vera í basli í fallbaráttu er ekki minn tebolli," sagði Advocaat.

„Ég taldi að það væri kominn tími á að fá einhvern annan til að taka við Sunderland. Ég var orðinn neikvæður og var ekki ég sjálfur."

„Ég tók þessa ákvörðun í síðustu viku en félagið bað mig að klára leikinn gegn West Ham og ég vildi klára þetta með stæl."
Athugasemdir
banner
banner
banner