Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 05. október 2015 09:18
Magnús Már Einarsson
Alex Freyr á reynslu hjá Malmö
Alex Freyr Hilmarsson.
Alex Freyr Hilmarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Hilmarsson, leikmaður Grindavíkur, er þessa dagana á reynslu hjá Malmö í Svíþjóð.

Alex mun æfa með Malmö næstu dagana og á morgun spilar hann leik með U21 árs liði félagsins gegn Hammarby.

Hinn 22 ára gamli Alex Freyr verður samningslaus í haust en nokkur félög í Pepsi-deildinni hafa sýnt honum áhuga.

Í sumar skoraði Alex sjö mörk með Grindavik í 1. deildinni og lagði upp mun fleiri en hann getur leikið á kantinum eða á miðjunni.

Alex kom til Grindvíkinga frá Sindra fyrir sumarið 2012 og hefur verið fastamaður í liðinu síðan þá.

„Alex er miðjumaður sem kemur frá Íslandi og það var yfirnjósnari okkar Vito Stavljanin sem frétti af honum. Hann verður með okkur næstu dagana og síðan sjáum við til hvað gerist," sagði Daniel Andersson yfirmaður íþróttamála hjá Malmö við heimasíðu félagsins.

Malmö leikur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár en Kári Árnason er fyrirliði liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner