Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. október 2015 15:20
Magnús Már Einarsson
Ármann Smári liggur undir feldi
Ármann Smári Björnsson.
Ármann Smári Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn reyndi Ármann Smári Björnsson er að íhuga hvort hann haldi áfram með ÍA næsta sumar eða hætti í fótbolta.

Ármann Smári spilaði alla leiki ÍA í sumar og hjálpaði nýliðunum að ná 7. sæti í Pepsi-deildinni.

„Það er ekki alveg ljóst hvað hann gerir. Hann liggur undir feld. Við leggjum mikla áherslu á að halda honum. Hann átti frábært tímabil," sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA í samtali við Fótbolta.net í dag.

Ljóst er að framherjinn Arsenij Buinickij og miðjumaðurinn Marko Andelkovic verða ekki áfram hjá ÍA á næsta tímabili.

Að sögn Gunnlaugs er að öðru leyti búist við litlum breytingum á Akranesi en verið er að ganga frá nýjum samningum við samningslausa menn, þar á meðal enska vinstri bakvörðinn Darren Lough.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner