mán 05. október 2015 20:37
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Football Italia 
Arrigo Sacchi: Napoli getur gert stórkostlega hluti
Sacchi var landsliðsþjálfari Ítala í fimm ár og stýrði Parma og Milan í heimalandinu. Á Spáni stýrði hann Atletico Madrid og var yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid.
Sacchi var landsliðsþjálfari Ítala í fimm ár og stýrði Parma og Milan í heimalandinu. Á Spáni stýrði hann Atletico Madrid og var yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Arrigo Sacchi er meðal virtustu knattspyrnustjóra Ítalíu frá upphafi en hann hætti störfum árið 2001.

Sacchi gerði magnaða hluti með AC Milan þar sem hann fékk Hollendingana Ruud Gullit, Marco van Basten og Frank Rijkaard til liðs við sig og vann evrópukeppnina, sem er nú Meistaradeildin, tvisvar í röð.

Sacchi telur Napoli, undir stjórn Maurizio Sarri, vera besta liðið á Ítalíu og að með smá heppni geti liðið gert stórkostlega hluti á komandi tímabilum.

Hann segir Napoli liðið minna sig á gamla Milan liðið sem vann hvern titilinn fætur öðrum undir hans stjórn.

„Leikstíllinn hjá Napoli gerir gæfumuninn. Leikmennirnir verða að fylgja leikstílnum, gott dæmi er að Lionel Messi er besti leikmaður í heimi þegar hann spilar fyrir Barcelona en ekki argentínska landsliðið," sagði Sacchi við Radio Kiss Kiss Napoli.

„Ef stemningin er góð og meiðslalistinn stuttur þá getur þetta Napoli lið gert stórkostlega hluti. Sarri er sannkallaður meistari, hann kennir fótbolta og ef félagið fylgir honum í einu og öllu þá er ekkert að óttast. Mitt Milan lið var þannig, meira að segja vatnsberarnir voru að leggja allt í verkefnið."

Sacchi segir að Ítalinn knái Lorenzo Insigne geti gert frábæra hluti hjá Napoli og með ítalska landsliðinu.

„Ég var orðlaus þegar ég sá Insigne spila fyrst. Hann verður að spila meira fyrir liðið og minna fyrir sjálfan sig, því hann er besti leikmaður sem Ítalía hefur alið af sér í langan tíma.

„Antonio Conte vildi hann til Juventus á sínum tíma og það er lykilatriði fyrir velgengni Napoli að halda í Insigne."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner