Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. október 2015 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
BBC: Viðræður við Klopp ganga vel
Mynd: Getty Images
BBC segir viðræður knattspyrnufélagsins Liverpool við Jürgen Klopp, fyrrverandi þjálfara Borussia Dortmund og Mainz, ganga vel.

Brendan Rodgers var rekinn frá Liverpool um helgina eftir jafntefli við Everton í slagnum um Bítlaborgina og var Klopp strax orðaður sterklega við félagið.

Síðan þá hefur Liverpool sett sig í samband við Klopp, sem hætti störfum hjá Dortmund eftir síðasta tímabil, og þó að samræðurnar gangi vel er ólíklegt að Klopp taki til starfa fyrr en eftir áramót.

Carlo Ancelotti er einnig orðaður við starfið en Klopp er talinn mun líklegri kostur. Líklegt er að Sean O'Driscoll, aðstoðarknattspyrnustjóri, eða Gary McAllister, aðalliðsþjálfari, taki við félaginu út árið.
Athugasemdir
banner
banner
banner