Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 05. október 2015 21:32
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Daily Mail 
Daily Mail: Moyes, Stóri Sam og Dyche höfnuðu Sunderland
Moyes var ekki sérlega vinsæll á tíma sínum hjá Man Utd.
Moyes var ekki sérlega vinsæll á tíma sínum hjá Man Utd.
Mynd: Getty Images
Daily Mail greinir frá því að David Moyes, Sean Dyche og Sam Allardyce hafi allir hafnað samningstilboði frá Sunderland sem er án knattspyrnustjóra.

Moyes er knattspyrnustjóri Real Sociedad á Spáni en gerði garðinn frægan með Everton á Englandi. Sean Dyche er knattspyrnustjóri Burnley sem stefnir á að komast aftur upp úr Championship deildinni og Sam Allardyce er atvinnulaus eftir fjögur ár hjá West Ham.

Dick Advocaat, fráfarandi stjóri Sunderland, var ekki sáttur með það sem hann fékk að moða úr hjá félaginu og sagði við brottför sína að leikmannahópurinn hafi ekki verið nægilega góður og hann hafi aldrei fengið skýrar upplýsingar um upphæð sem mátti nota til leikmannakaupa.

Sunderland gerði jafntefli við West Ham í lokaleik Advocaat hjá félaginu og er á botni deildarinnar ásamt Newcastle með þrjú stig eftir átta umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner