Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 05. október 2015 16:30
Magnús Már Einarsson
Kristján Finnboga: Sef á þessu næstu tvær vikurnar
Magnaður.
Magnaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn síungi Kristján Finnbogason er ekki búinn að taka ákvörðun um framhaldið hjá sér.

Hinn 44 ára gamli Kristján var varamarkvörður hjá Íslandsmeisturum FH í sumar.

FH-ingar vilja halda Kristjáni en hann liggur nú undir feld.

„Það er búið að bjóða mér það en ég ætla að sofa á þessu næstu tvær vikurnar," sagði Kristján við Fótbolta.net en hann segist vera að færast nær því að leggja hanskana á hilluna.

„Ég held að þetta sé orðið ágætt. Líkaminn hlýtur að fara að segja nei."

Kristján kom inn á gegn Inter Baku í Evrópudeildinni í sumar eftir að Róbert Óskarsson fékk að líta rauða spjaldið.

Kristján spilaði síðan síðari leikinn í Aserbaídsjan þar sem Róbert var í leikbanni.

Athugasemdir
banner
banner