Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 05. október 2015 17:00
Magnús Már Einarsson
Viktor Jónsson verður í Víkingi næsta sumar
Viktor fagnar einu af 22 mörkum sínum í sumar.
Viktor fagnar einu af 22 mörkum sínum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Jónsson mun spila með Víkingi Reykjavík í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Viktor sló í gegn á láni hjá Þrótti í 1. deildinni en hann átti stóran þátt í að hjálpa liðinu upp í Pepsi-deildina. Viktor skoraði 22 mörk í 24 deildar og bikarleikjum og var valinn í lið ársins í 1. deildinni.

Þróttarar fá ekki að halda Viktori en Víkingar ætla að hafa hann í sínum röðum næsta sumar.

„Ég veit ekki til þess að nein tilboð séu komin. Þó að það kæmu tilboð þá myndi ég hafna þeim. Viktori langar að vera hjá okkur og það er í raun frágengið," sagði Milos Milojevic þjálfari Víkings við Fótbolta.net í dag.

Víkingur endaði í níunda sæti í Pepsi-deildinni í sumar en Milos vill styrkja hópinn fyrir næsta tímabil.

„Það er engin spurning að okkur vantar 3-4 mjög sterka leikmenn. Við fáum einn sterkan leikmann í Viktori Jóns, sem hefur bætt sig í sumar."

„Við skoðum síðan fyrst hvað er til heima og ef ekkert er til heima þá skoðum við erlendis. Það liggur ekkert á."

Athugasemdir
banner
banner